Liverpool og leiðindin....

Ussssss, ég held að Benitez sé að búa til eitthvað mikið úr engu til að grafa undan trúverðugleika sínum sem stjóri. Hann hefur sýnt það og SANNAÐ í gegnum tíðina að hann er svo sannarlega sérfræðingur í að búa til umtal í kringum sig og liðið sitt og þannig búið til "leiðindi" innan herbúðar liðsins.

Það er mitt mat að þetta er eingöngu gert til að villa til um fyrir komandi andstæðingum, Chelsea, og að búa til falskar vonir um að allt sé í hers höndum innan LFC.

 Ég segi bara, og vona að ég sé að fara með rétt mál, að maðurinn er snillingur, að því gefnu að ég sé að fara með rétt mál :-)

 

Góðar stundir

GK


Þetta er málið!!!!

Er það málið??

Kallinn að verða þrítugur í sumar, orðinn 2ja barna faðir og er þessa stundina í feðraorlofi. Konan að klára B.A. frá HÍ og kallinn heima með guttann í fullu starfi við að brjóta saman þvott, ryksuga, búa um rúm og laga til.

Er þetta málið??

Guttinn sofnaður, þá er málið að starta ryksugunni, þurrka af, hengja útúr vélinni og vaska upp. Þetta er nú meira "orlofið"

Hvað er þá málið??

Akkúrat þetta, að fá loksins að vera heima með guttanum, taka meiri þátt í heimilisstörfunum og fá að fylgjast með litla kvikindinu ALLANN daginn í fullu fjöri. Akkúrat þetta gefur lífinu gildi.

Góðar stundir

Gummi Már

 


Jæja

Þá er loksins komið að því að maður reyni að skrifa misgáfaðar hugsanir sem renna í gegnum hausinn á manni dag hvern. Vona bara svo innilega að komandi færslur eigi ekki eftir að valda neinum vonbrigðum :-)

Meiningin með þessu öllu saman er að koma því frá mér sem er að brenna í hausnum á mér hverju sinni og vonandi að það geri ekki lítið úr neinum og láti engum líða illa.

Góðar stundir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband